Samtals kr:

Svör við algengum spurningum

LeiðbeiningarSvör við algengum spurningum

Hvernig byrja ég að safna.

Til að geta byrjað að safna, þarf fyrst að skrá sig inn. Velja hnappinn nýskráning og fylla út formið.

Hverjir geta safnað.

Það geta allir stofnað söfnun, kerfið býður annarsvegar upp á hópsöfnun og einstaklingssöfnun.

Hvað er hópsöfnun?

Hópsöfnun er þegar hópur af einstaklingum er að safna saman, t.d. deild í íþróttafélagi, bekkur í skóla o.s.f.v. Best er að byrja á að stofna hópinn, skrá niður allar upplýsingar sem beðið er um. Ábyrgðarmaður hópsins gerir það. Þegar hópurinn er stofnaður þá er einnig valið að setja inn mynd sem er þá merki hópsins/félagsins.

Þegar búið er að stofna hópinn, velur hópstjóri að stofna söfnun. Skrá þarf inn heiti söfnunarinnar, texti sem lýsir þvi hver er tilgangur hennar. Muna þarf að haka við hópsöfnun inni í valmyndinni. Hópstjóri velur síðan þær vörur sem eiga að vera í boði í söfnunni. Lágmark er hægt að velja 4 vörur, hámark er hægt að velja 8 vörur. Þegar búið er að velja vörurnar, þá er hægt að breyta styrktarupphæð, en tillaga um styrk er fyrirfram ákveðinn í kerfinu en hægt að breyta til hækkunar eða lækkunar. Þá eru upplýsingar vistaðar og söfnunin er tilbúinn.

Skráningarnúmer söfnunarinnar verður þá til. Hópstjóri prentar það út ásamt leiðbeiningum fyrir safnara sem eiga að taka þátt í söfnuninni . Hópstjóri afhendir öllum söfnurum leiðbeiningarnar.

Hvernig skrái ég mig sem safnara í hópsöfnun.

Eftir að þú ert búinn að skrá þig inn, þá getur þú valið inni á þínum aðgangi, hnapp sem heitir virkja hópsöfnun . Þar slærð þú inn númerinu sem hópstjórinn þinn lét þig fá. Þá stofnast söfnunin undir þínu nafni. Þú getur þá valið hlekkinn til að skoða söfnunina og nýtt þér hnappinn deila á facebook, til að senda upplýsingar um þína söfnun til vina og ættingja. Þú getur einnig afritað slóðina og sent í tölvupósti.

Hvernig er söfnunarfé greitt út í hópsöfnun?

Að lokinni söfnun þá er söfnunarfé greitt inná reikning sem gefinn var upp þegar hópurinn var skráður. Hópstjóri hefur aðgang að skýrslu um hvað hver safnari safnaði miklu og hvernig skiptingin á að fara fram.

Hvað er einstaklingssöfnun?

Einstaklingur getur stofnað söfnun í kerfinu. Þú velur þá að stofna söfnun og hakar ekki í valmyndina hópsöfnun. Þú velur inn þær vörur sem þú vilt hafa í söfnuninni , lágmark 4 vörur, hámark 8 vörur. Þegar búið er að velja vörur þá er hægt að breyt styrktarupphæð, kerfið er með tillögu að styrktarupphæð, hægt er að breyta til hækkunar eða lækkunar.

Hvernig er söfnunarfé greitt út í einstaklingssöfnun?

Að lokinni söfnun þá er söfnunarfé greitt inná reikning sem einstaklingurinn gaf upp í stofnupplýsingum um sig.

Hvernig eru vörur afhendar í hópsöfnun?

Í hópsöfnun er hægt að fá vörurnar sendar á þann stað sem hópurinn getur komið saman og sótt hann. Hópstjóri ákveður tíma sem vöruafhending fer fram og lætur safnara vita. Vörur eru í flestum tilfellum tilbúnar til afhendingar 2-4 dögum eftir að söfnun líkur. Hver safnari sér síðan um að koma vörunum til þess aðila sem keypti af honum.

Hvernig eru vörur afhendar í einstaklingssöfnun?

Í einstaklingssöfnun þarf að sækja vörurnar í vöruhús. Vörur eru í flestum tilfellum tilbúnar til afhendingar 2-4 dögum eftir að söfnun líkur. Safnari sér síðan um að koma vörunum til þess aðila sem keypti af honum.

Hvernig get ég séð þegar búið er að kaupa?

Hægt er að velja að fá sendan tölvupóst þegar einhver er búinn að kaupa. Þú getur lika skráð þig inn á þitt aðgangssvæði og valið að skoða skýrslur um söfnunina. Þar sérð þú hverjir eru búnir að kaupa af þér. Hvað mikið þeir hafa styrkt þig um . Einnig er hægt að skoða í hópsöfnun, hvernig þú stendur í samanburði við aðra sem eru að safna.

Get ég gengið í hús og safnað?

Já þú getur prentað út söfnunina þína og gengið í hús og safnað. Þú skráir þá niður nafn, heimli, tölvupóstfang, símanúmer og kennitölu þess sem ætlar að styrkja þig. Skráir niður hvað hann vill kaupa hjá þér og hvernig hann vilji greiða. Þú getur síðan stofnað pöntunina með því að fara sjálfur inn í söfnunina þina og fyllt út pöntun. Ef viðkomandi ætlar að frá greiðsluseðli þá stofnast hann í heimabanka viðkomandi og hann fær tölvupóst um staðfestingu á pöntuninni og tilkynningu um greiðsluseðilinn. Hann getur einnig fengið val um að millifæra. Upplýsingar um það sendist þá til hans í tölvupósti.

Hægt er að greiða einnig með greiðslukorti, en viðkomandi kaupandi þarf að fylla út þær upplýsingar sjálfur, því ekki víst að sá greiðslumáti henti þegar gengið er í hús til að safna.

Get ég komið með aðrar vörur en eru í boði hjá ykkur?

Já hægt er að setja inn vörur sem hópurinn ykkar er einungis að selja. Þið verðið þá að vera í sambandi við okkur um það. Sérstök % þóknun er tekin fyrir sölu á þeim vörum.